Rafrænir reikningar á mannamáli
InExchange var stofnað í Svíþjóð árið 2007, ári síðar var útibú opnað á Íslandi. Markmið okkar er að gera rafræn viðskipti að raunhæfum kosti fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð. Árangurinn hefur verið framar okkar björtustu vonum. Þúsundir fyrirtækja nota nú lausn InExchange á Íslandi og hefur fyrirtækið hlotið viðurkenningar bæði hérlendis og erlendis fyrir lausnir sínar sem þykja bæði traustar og ódýrar.

Brautin rudd
Hjá InExchange starfa sérfræðingar í rafrænum reikningum. Við höfum víðtæka reynslu á innleiðingum, þjónustu og ráðgjöf sem hámarkar afköst við meðhöndlun reikninga viðskiptavina okkar. Á síðustu árum hefur ríkið sem og sveitafélgög í auknum mæli farið fram á notkun rafrænna reikninga. Þar höfum við staðið framarlega með okkar vöruframboð og meira að segja boðið lausnir þar sem sendendur geta sent ókeypis rafræna reikninga á innan við 5 mínútum.

Staða InExchange á markaði Rafrænna reikninga.
InExchange á íslandi er með yfir 3 þúsund viðskiptavini og notendur eru meira en 12 þúsund talsins. Viðskiptavinir okkar eru allt frá einstaklingum með örfáa reikninga á ári yfir í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við höfum um árabil þjónustað yfir helming félaga sem tilheyra OMXI10 úrvalsvísitölunni. Einnig þjónustum flesta opinbera aðila á Íslandi.

með kveðju

Starfsfólk InExchange

InExchange á Íslandi er í eigu Miracle ehf og InExchange AB í Svíþjóð.