Hvers vegna rafrænn reikningur?

Innheimta með rafrænum reikningi er bæði þægileg og hraðvirk. Auk þess er rafrænn reikningur öruggasta leiðin við innheimtu. Hætta á vanskilum dregst saman því að reikningurinn fer beint í kerfi viðskiptavinarins.

Þú getur tengst stórum hópi viðskiptavina

Innan InExchanges er að finna bæði smá og stór fyrirtæki, stofnanir, ríkisfyrirtæki og sveitarfélög – og það er auðvelt að tengjast þeim.

Ódýrara en pappír

Rafrænn reikningur er frábær kostur. Enginn pappír, enginn prentari, engin umslög og ekkert burðargjald.

Hraði

Það tekur aðeins augnablik að senda rafrænan reikning og hann fer beint inn í kerfi viðskiptavinarins. Engin þörf á útprentun, skönnun eða að senda umslag í pósti með tilheyrandi fyrirhöfn. Hraðinn tryggir að greiðslan berst fyrr en ella.

 

Ég vil hefja notkun rafrænna reikninga

InExchange býr yfir lausnum fyrir alla, hvort sem er smá eða stór fyrirtæki eða fyrirtækjakeðju. Það kostar ekkert að byrja að nota InExchange og hægt er að senda fjöldann allan af ókeypis reikningum í gegnum vefviðmótið okkar.

STOFNA REIKNING

Ég nota nú þegar rafræna reikninga

Ef þú notar rafræna reikninga nú þegar þarftu að hafa samband við tengilið þinn og biðja um upplýsingar um viðskiptavin þinn. Ef þú hefur fengið bréf eða tölvupóst frá þeim finnur þú upplýsingarnar þar.